Sjónvarpið er stór hluti af daglegu lífi fólks. Það eru ekki margir sem gæti verið án þess. Sjónvarpsþema þarf ekki að vera svo vitlaust þegar hugsað er til þess að í mörgum afmælum spilar sjónvarpið stórt hlutverk.
Sjónvarp er teiknað upp á smjörpappír og er mótið hugsað þannig að þú sjáir ofan á sjónvarpið. Ein ofnskúffa af súkkulaðiköku er notuð í þessa hugmynd. Mótið er skorið út og þarf að passa að nýta alla kökuna. Hver hluti er skorin í tvennt og smjörkrem sett á milli, þannig ættu að myndast fjórir hlutar. Kakan er smurð vel að utan með smjörkremi. Blár sykurmassi er flattur út og skorinn til þannig að hann passi fyrir skjáinn. Hvítur eða grár sykurmassi er síðan flattur út og settur yfir kökuna. Til að fá silfurblæ á kökuna er silfurlituðu dufti bustað á kökuna. Rafmagnssnúran er búin til úr svörtum sykurmassa og loftnetið úr grillpinnum sem eru litaðir með tússlit. Myndin sem er í sjónvarpinu er prentuð út af netinu og gæti verið sniðugt að ná mynd af uppáhalds sjónvarpsþættinum, leikaranum o.s.frv. Myndin er síðan plöstuð og sett á skjáinn.
Skref fyrir skref:
omg*, þetta er geggjuð kaka