Einföld og rosalega góð Rice Krispies bananarjóma kaka.
Uppskrift:
- 480 g súkkulaði
- 1 lítil dós síróp
- 150 g smjör
- 280 g Rice Krispies
Aðferð: Súkkulaði, síróp og smjör sett í pott. Hrærið stöðugt í á meðan súkkulaðið er að bráðna. Hrærið áfram í 2 mínútur. Rice Krispies blandað saman við.
Fylling:
1/2 l þeyttur rjómi
1 stk brytjaður banani
Karamellusósa t.d. þykk íssósa
Rice Krispies er búið til og sett í bökunarmót. Nauðsynlegt að setja smjörpappír undir blönduna svo auðveldara sé að taka hana upp úr mótinu. Mótið er sett í frysti eða kæli til að hún harðni fljótar. Þeytið þjóma og setjið 1 bananbita í rjómann. Karamellusósa er sett yfir rjómann og Rice Krispies botninn ofan á. Fótboltalínur eru settar á kökuna með kóngabráð. Skreytingarpenni hentar vel til að gera línurnar. Kakan er skreytt með fótboltakörlum.
Fótboltaafmælissett og vörur fæst hér.
getur maður keypt svona sprautu hjá ykkur
Sæl
Skreytingarpenninn fæst hjá okkur: http://vefverslun.mommur.is/product/details/product_id/255
Hvað er 1 lítil dós af sírópi mikið? Bý erlendis og er því ekki með sama síróp og á íslandi.
í uppskriftinni er talað um súkkulaði. Er verið að tala um Nóa Síríus mjólkursúkkulaði?