Skoða

Gulir kökupinnar

Gulir og sætir kökupinnar með skrauti í fallegum litum.

Þetta litla sæta cupcake kökupinnamót er nauðsynlegt til að gera fallega kökupinna sem eiga að líta út eins og bollakökur.

Í þessa hugmynd notaði ég lengri kökupinna sem eru um 20 cm langir.

Þessi keramik standur er algjört æði.  Þegar maður er búinn að dýfa kökunni í súkkulaðið hvolfir maður henni og setur í standinn til að leyfa súkkulaðinu að storkna.

Súkkulaðipottur auðveldar manni hjúpunina mikið en potturinn heldur súkkulaðinu heitu. Þarna notaði ég hvíta Nóa Síríus dropa og bætti gulu matarlitadufti út í.

Það kemur yfirleitt meira súkkulaði á kökuna en þarf og því er nauðsynlegt að slá því af eins og sýnt er á myndinni.

Það er nauðsynlegt þegar verið er að gera kökupinna að hafa allt við hendinna því súkkulaðið er fljótt að storkna.  Súkkulaðikúlur eru æðislegar ofan á toppinn sem og fíngert skraut.

Ef súkkulaðið er lengi að storkna og lekur niður þá er gott ráð að setja pinnana í kælingu t.d. að nota klaka

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts