Skoða

Áfram Ísland

IMG_3385

Er ekki tilvalið að hita sig upp fyrir landsleik Íslands við Króatíu og skella í eina fótboltaköku.

Landsliðskaka hentar vel fyrir afmælið eða önnur skemmtileg tilefni.

Ég á frábæra samstarfskonu sem átti 40 ára afmæli um daginn.  Það vildi svo heppilega til að hún er fyriverandi landsliðskona og nú vinnur hún með íslenska kvennalandsliðinu. Ég skellti í þessa köku til að gleðja hana í tilefni afmælisins.  Kakan hitti að sjálfsögðu beint í mark.

Leiðbeiningar:

Ofnskúffustærð af súkkulaðiköku sjá uppskrift hér

Smjörkrem sjá uppskrift hér

Sykurmassi – blár í grunninn, hvítur til að skreyta með

Matartússtpenni eða matarmálning – svart og rautt

Aðferð:

Smjörpappír klipptur til líkt og treyja.  Pappírinn lagður á kökuna og hún skorin út í.  Smjörkremið smurt yfir, sykurmassinn flattur út og settur yfir kökuna.

Hálsmálið á treyjunni er gert með því að fletja út massa og skera hann í mjóa ræmu.  Ræman er síðan límt með sykurmassalími á kökuna.  Kemur vel út að setja hvítan sykurmassa undir.

Hvítur sykurmassi skorinn til eins og á mynd. Rauðar línur teiknaðar á kökuna. Merkin eru gerð með sykurmassa sem er skorinn út og málaður með matarmálningu og matartússpenna.

 

IMG_3386

IMG_3387

Hér fyrir neðan er ég búin að setja stafina á kökuna ásamt aldursárinu.  Alltaf gaman að leika sér með kökurnar.    IMG_3413

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts