Skoða

Ástríðufull rúlluterta

IMG_7666-1

Öll sú ástríða sem við bjuggum yfir í dag var lögð í þessa elsku.  Rúlluterta með hjartamunstri.

Sáum þessa hugmynd á erlendri síðu og ákváðum að prófa.

Endalausir möguleikar og munstrið að sjálfsögðu ekki heilagt.  Getur leikið þér að gera hana eins og þér hentar.

Uppskrift:

Ganache fylling (Gott að byrja á þessu og hræra blönduna síðan þegar kakan er komin í ofninn)
150 g rjómasúkkulaði
1 bolli rjómi
2 1/2 l rjómi sem er þeyttur  til að smyrja á kökuna undir súkkulaðiganashið.
Aðferð:
Rjómi hitaður að suðu og hellt yfir súkkulaðið sem sett hefur verið í skál. Kælt. Síðan sett í hrærivélaskál og hrært þar til það er orðið að rjómakremi. Passa að hræra ekki of lengi þá getur þetta orðið að smjöri.
IMG_7573A IMG_7575 IMG_7576 IMG_7577
Þegar búið er að bræða súkkulaðið í rjómanum er hægt að byrja á deiginu sjálfu.

Munsturdeig

1 stk eggjahvíta

30 g flórsykur

40 g hveiti

20 g linað smjör

gelmatarlitur
Aðferð:
Eggjahvítan piskuð smá stund, flórsykri bætt saman við og hrært vel saman, síðan hveiti hrært saman við og linað smjör. Þetta er hrært vel saman með piskara. Matarlit bætt út í, ef gera á tvo liti þarf að skipta deiginu svo hægt sé að lita tvo liti.
 IMG_7571IMG_7568
Munstrið sem nota á er sett undir bökunarpappírinn og deigið sett í sprautupoka með mjög frekar fínum stút og spautað á bökurnarpappírinn eftir munstrinu. Nóg að gera munstur í c.a. hálfa ofnskúffuna. Því restin rúllast inn í miðjuna á rúllurtertunni.
Þetta er sett í frysti ásamt ofnskúffunni sem baka á i.
IMG_7564 IMG_7572
Hjartamunstrið var prentað á blað – munstrið fundið á netinu.  Síðan munstrið sprautað eins og sést hér á myndinni.
Kakan
3 stk egg
125 g sykur
75 g hveiti
20 g kakó
1/2 tsk lyftiduft
60 g brætt smjör
Aðferð:
Egg og sykur þeytt létt og ljóst. Þurrefni og smjör bætt saman við og hrært varlega saman.
Deigið er sett  varlega yfir deigmunstrið í ofnskúffunni þegar deigmunstrið er orðið nægilega frosið þannig að það hreyfist ekki.
Bakað við 175 í  c.a 15 – 18 mín.
Kakan tekin út og hvolft á bökunarpappír sem settur hefur verið smá sykur á.og bökunarpappírinn tekinn varlega af munstrinu. Kökunni síðan hvolft aftur og rúlluð upp með bökunarpappírnum meðan kakan er heit og þá er þetta munsturlausa rúllað inn fyrst. Þetta er kælt smá stund.
IMG_7579
IMG_7593 IMG_7595
Gott að rúlla tertunni upp með smjörpappír til að kæla hana.

IMG_7596

Gott að hafa þeytta rjómann og ganache-ið tilbúið svo hægt sé að setja á kökuna um leið og hún er orðin nægilega köld. Síðan er þeyttur rjómi settur yfir tertuna  og ganache-ið smurt varlega yfir  rjómann (má líka setja ganashið á undan og rjómann yfir það) Nokkur jarðarber skorin í bita og raðað á þeim megin sem fer inn að miðju. Þessu er síðan rúllað varlega upp þannig að munstrið snúi upp og sárið niður.

IMG_7598 IMG_7591

IMG_7599A IMG_7600AHér er búið að setja þeyttan rjóma, Ganache-ið og jaraðrberin.  Athugið að Ganache-ið sé ekki þeytt of mikið, á að vera auðvelt að smyrja því yfir. Hér á myndunum er það aðeins of mikið þeytt -kom þó ekki að sök.

Fínt að nota smjörpappír til að hjálp til við að rúlla tertunni upp.

IMG_7609

Mikið er ég nú skotin í þessari – finnst munstruið svo krúttlegt.

IMG_7601  IMG_7666-1

IMG_7688-1IMG_7693-2

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts