Öll sú ástríða sem við bjuggum yfir í dag var lögð í þessa elsku. Rúlluterta með hjartamunstri.
Sáum þessa hugmynd á erlendri síðu og ákváðum að prófa.
Endalausir möguleikar og munstrið að sjálfsögðu ekki heilagt. Getur leikið þér að gera hana eins og þér hentar.
Uppskrift:
Munsturdeig
1 stk eggjahvíta
30 g flórsykur
40 g hveiti
20 g linað smjör
Gott að hafa þeytta rjómann og ganache-ið tilbúið svo hægt sé að setja á kökuna um leið og hún er orðin nægilega köld. Síðan er þeyttur rjómi settur yfir tertuna og ganache-ið smurt varlega yfir rjómann (má líka setja ganashið á undan og rjómann yfir það) Nokkur jarðarber skorin í bita og raðað á þeim megin sem fer inn að miðju. Þessu er síðan rúllað varlega upp þannig að munstrið snúi upp og sárið niður.
Hér er búið að setja þeyttan rjóma, Ganache-ið og jaraðrberin. Athugið að Ganache-ið sé ekki þeytt of mikið, á að vera auðvelt að smyrja því yfir. Hér á myndunum er það aðeins of mikið þeytt -kom þó ekki að sök.
Fínt að nota smjörpappír til að hjálp til við að rúlla tertunni upp.
Mikið er ég nú skotin í þessari – finnst munstruið svo krúttlegt.