Skoða

Betty Crocker og fermingarnar

Veislur og Betty Crocker það er málið, bæði fyrir þá sem leggja ekki í að fara út í flókinn og tímafrekan  bakstur og líka þá sem vilja bragðgóðar kökur sem heppnast alltaf. Sem sagt engar áhyggjur af útkomunni og því hægt að leggja meiri vinnu í skreytingarnar.  Þetta er svo mikil snilld skal ég segja ykkur.

Það er hægt að auðvelda hluti endalaust.  Hlutirnir verða mun einfaldari þegar maður notar gæðavörur eins og Betty Crocker kökumixin.  Kostirnir eru ótvíræðir en það að þurfa ekki að hugsa út í að útvega öll þau fjölmörgu hráefni sem þarf oft þegar verið er að baka mismunandi kökur er mikill tímasparnaður. Kökurnar sem verða til þegar kökumixin eru notuð eru mjög bragðgóðar og einnig er hægt að leika sér með mismunandi útfærslur eftir því hvaða kökumix verður fyrir valinu.  Það er til dæmis hægt að gera litlar fallegar bollkökur úr vanillukökumixinu, Kökupinna úr súkkulaðideiginu ásamt kreminu, veislutertu og síðan er sniðugt að gera smákökubrownie – skera í litla bita og bjóða í veislunni.

Ég hef marg oft bakað fyrir fermingarbörn sem ég þekki og oft þegar ég spyr þau hvernig þau vilja hafa fermingarkökuna þá fá ég svarið köku sem bökuð er með Betty Crocker mixi.  Sumir velja Betty Crocker kremið sem kemur tilbúið í dósum meðan aðrir velja að gera hefðbundið smjörkrem.  Það er því allur gangur á útfærslunni.

 

IMG_0026

IMG_0034

Frábært að nota Betty kremið til að skreyta, gera fallegar rósir eða annað munstur með sprautustútum.  Einnig hægt að slétta kremið og láta súkkulaðiganache léta meðfram hliðunum.

Hér fyrir neðan er fermingarkaka sem gerð var úr Betty Crocker að ósk fermingarbarnsins en kremið á milli er smjörkrem með oreokexmulningi.

DSC_3445

Bollakökurnar eru líka mjög vinsælar og fallegt að bera fram í veislunni.  Það tekur ekki langan tíma að undirbúa þær. Kökumixin frá Betty má nota fyrir bollakökur. Deigið er þá bara sett í bollakökuform og bökuð aðeins skemur.

Betty Crocker kremið vel út á bollakökunum. Mér finnst það glansa sérstaklega vel og auðvelt að skreyta með því.

IMG_5039

Hérna er notað hefðbundið djöflakökumix og bakað eftir leiðbeiningum á kassa.  Rjómaostakrem eða Vanilluiceing er notað ofan á.  Til að toppa bollakökurnar er krisuber og kirsuberjasósa notuð.

Þessar myndu sóma sér vel í hvaða veislu sem er.

IMG_6732

Fallegar rósir eru vinsælar. Hér er súkkulaðikremið notað. Takið eftir hvað það glansar fallega.

IMG_6721

IMG_6723

Til að búa til rós þarf að nota stjörnustútana 1m eða 2D en þeir gera einstaklega fallegt munstur.  Byrja í miðjunni og fara í hringi þar til rós hefur myndast.

IMG_6859_0350-a

Mér finnst litlar bollakökur líka algjör snilld.  Fínn munnbiti og síðan koma þær alltaf vel út.

IMG_6914_040-a

Hér er vanillukökumixið notað og vanillukrem.  Matarlitur er settur í sprautupokann og kremið síðan sett í pokann.  Þá kemur svona skemmtilegt munstur.

DSC_0879

Kökupinnar koma alltaf vel út á veisluborðinu og krökkunum finnst voðalega gaman að gæða sér á einum og einum.

Kökupinnana er hægt að gera úr öllum Betty Crocker kökumixunum.  Kreminu er blandað saman við kökumulninginn og síðan er kökupinninn hjúpaður með súkkulaði.  Kökupinnarnir eru síðan skreyttir að vild.

Hér er uppskrift að súkkulaðikökupinnum:

1 stk Betty Crocker Djöflakökumix (egg, olía og vatn blandað saman við eins og stendur á leiðbeiningum).

1 dós Betty Crocker súkkulaðikrem

Hjúpsúkkulaði

Aðferð:

Kakan bökuð við 180°C hita í 30 mínútur og síðan kæld.  Þá er hún mulin í skál og kreminu blandað saman við.

Þegar blandan er orðin hæfilega blaut (má ekki klístrarst mikið við hendur og ekki molna niður)

Kúlur eða annað mót er búið til og sett á bökunarpappír og kælt í 5 mínútur í frysti en 15 mínútur í ísskáp.

Endanum á kökupinna er dýft í brætt súkkulaði og pinnanum stungið í miðjuna á kúlunni.

Kökupinninn er kældur í smá stund á meðan hjúpsúkkulaðið er brætt.

Kökupinnarnir eru síðan hjúpaðir í súkkulaðinu og skreyttir.

IMG_0871

Kökubitar (cakebars) þeir eru alltaf vinsælir

Mér finnst alltaf koma vel út að gera smákökubrownie og skera í litla eða stærri bita.

Smákökubrownie

Uppskriftin er einföld:

1 stk Betty Crocker browniemix

1 stk Betty Crocker smákökumix

Aðferð: 

Egg, olía og vatn er blandað saman við browniemixið eins og stendur á leiðbeiningum. Deigið er hrært og síðan sett í mót.

Smákökumixið er blandað saman við egg, olíu og vatn og hrært vel.  Deigið er síðan mulið yfir browniedeigið.

Kakan er síðan bökuð í ca. 30 mínútur við 160°C hita (blástur) og skorin í bita.

Hér er ég búin að gefa hugmyndir hvernig hægt er að nota Betty Crocker kökumixin en þessi listi er ekki tæmandi. Möguleikarnir eru endalausir.

*Færslan er ekki unnin í smastarfi og kostuð af eiganda síðunnar.  

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts