Það er fátt skemmtilegra á góðum sumardegi en að bera fram fallegar bollakökur. Vorum að fá svo skemmtilegt bollakökuskraut í vefverslun okkar sem er heldur betur gaman að skreyta með.
Í þetta skiptið fór ég einföldu leiðina og skellti í Betty Crocker mix. Betty stendur alltaf fyrir sínu. Mæli með að fólk kaup sér einn pakka og taki mér sér í sumarbústaðinn. Alltaf svo gaman þegar hægt er að bjóða gestum upp á góðar og fallegar bollakökur þegar það kíkir við í bústaðinn.
Fallegu formin eru úr hágæða pappa og er kosturinn við þau að kakan sést ekki í gegn, þau halda sér mjög vel í bakstrinum. Ekki skemmir fyrir að þau eru einstaklega falleg.
Uppskriftin af kreminu sem var notað til að skreyta er hér: Vanillukrem með bleikum gel matarlit, klikkar ekki.
Sprautustúturinn sem var notaður til að fá falleg lag á kremið er 2D og 1M
Ég skemmti mér konunglega við skreytingarnar þar sem kökuskrautið er í skemmtilegum litum, lögun og hrikalega gott.
Hvernig krem er þetta ?
Vanillukrem sem er ætlað fyrir bollakökur: http://mommur.is/archives/6185