Prinsessugenið er ríkjandi innra með mér og finnst mér ekkert skemmtilegra en að gera bleikar og fjólubláar fallegar kökur.
Það eru greinilega fleiri hrifnir af þessum litum en samkvæmt okkar sölutölum á matarlitum þá eru þessir tveir litir þeir allra vinsælustu.
Þessi hugmynd er mjög einföld í framkvæmd, ykkur að segja gerast þær varla auðveldari.
Hringlagabotn er notaður, krem sett á milli og utan um kökuna. Kakan er hjúpuð sykurmassa og síðan skreytt með perlumálninguog bollakökuskrauti.
Perlumálningin er algjört æði en hún virkar þannig að maður setur slurk af henni í skál, dýfir pensli eða svampi í og ber á kökuna. Þegar málningin hefur þornað þá er hægt að mála með öðrum lit af málningu t.d. fjólubláum
Krúttlega bollakökuskrautið er gert með sílikonmótum en síðstu ár er ég alltaf að verða hrifnari af þeim.
Bollakökur eru skreyttar fallega og settar ofan á kökuna og bollakökukakan er tilbúin.
Til að ramma kökuna inn þá notaði ég perluborða sílikonmót. Perlurnar eru 12 mm.
Skref fyrir skref: