Skoða

Brúðartertuhugmyndir

Það var mikið um dýrðir á Squires Kitchen kökusýningunni á Englandi þegar við hjá mömmur.is mættum á svæðið. Einn salurinn á sýningunni var brúðartertusalur þar sem finna mátti hundruð brúðartertuhugmynda. Auðvitað tókum við myndir og ætlum að leyfa notendum mömmur.is að njóta þeirra.

Það er von okkar að einhverjir fái innblástur fyrir sínar brúðartertur með því að skoða þessar myndir. Hugmyndirnar er auðvitað hægt að útfæra á marga vegu.

Okkur langar til að vera með smá leik í gangi hér á mömmur.is þar sem þú getur skrifað í  ummælaformið hér fyrir neðan hvernig hugmyndir þú hefur að brúðartertu í þínu brúðkaupi. Einn heppinn notandi fær glaðning  frá mömmur.is. Leikurinn verður í gangi í eina viku eða þar til sunnudagsins 27. maí.

Ótrúlega einföld hugmynd sem er í senn stílhrein og falleg. Gaman að sjá hvernig perluduftið er notað til að brjóta upp hvíta litinn.

Ég er ótrúlega hrifin af þessari hugmynd þar sem ég elska perluáferð. Kóngabráðin spilar stórt hlutvert í þessari hugmynd.

Svo fallegt að gera svona stórt blóm efst á kökuna.

Þessi er skemmtilega öðruvísi en líklega er stilkurinn málaður með matarlitamálningu á kökuna.

Það er alveg á hreinu að kökurnar þurfa ekki að vera flóknar til að líta vel út.

 

9 comments
  1. Vááá flottar kökur 🙂 mig langar að gera 3 hæða hringlaga köku með rósa skreytingum og kannski fiðrildum, er ekki alveg búin að útfæra þetta ennþá en mér leist rosalega vel á kökurnar nr. 10,11 og 19 svo kannski geri ég eitthvað svipað 🙂

  2. Mig langar í 4ra hæða köku sem er ferköntuð á 1 og 3 hæð og hringlótt á 2 og 4. Hún á að vera þakin hvítum sykurmassa með svört/silfruð bönd á hverri hæð, einföld en falleg. Er mikið að spá í framkvæmd á henni þessa dagana því stóri dagurinn er í ágúst 😀

  3. Vá flottar kökur! En ég hef verið með aðra hugmynd sem mig langar til þess að gera. Mig langar s.s. að hafa stakar hringlaga kökur, vera svo með nokkra hringlaga misháa gler vasa, sem ég sný á hvolf og set skreytingu inní og svo eru kökurnar ofan á vösunum. Og mynda þannig nokkrar hæðir. Hvítar kökur skreyttar með einhverjum pínu pastell lit 🙂

  4. Vá hvað þetta eru flottar kökur!! Mig langar í 3ja hæða stílhreina köku í hvítum og silfurlitum stíl með kannski flottum blómum eða fiðrildum. Finnst perluáferðin geggjað flott 🙂

  5. ein hugmynd er svona : hjarta fallhlíf með brúðar hjónum til dæmis en svo er lika mjög fallegt að hafa þriggja hæða með tveimur hvítum dúfum á toppnum 😀

  6. Mín hugmynd er fjögra hæða ferköntuð og hvít kaka á lit.
    Efst ofaná henni á að vera páfugl ( peacock) og fjaðrirnar fara niður kökuna og kringum hverja köku er borði í bláum tón.

  7. ég verð með súkkulaðiköku, með sykurmassa yfir. þökk sé ykkur verð ég með gullfallega köku.
    keypti mottu, form fyrir blóm, lit og sprey hjá ykkur. Verð með hvítan massa, rauð blóm og perlur á hringnum! get ekki beðið eftir að sýna öllum hana í brúðkaupinu núna í sumar 🙂

  8. Þessi á næst efstu myndinni er rosa flott einföld og smart. Ég sé þessa fyrir mér með kókosbollu fyllingu og rjóma og jarðaber og kannski nóa kropp líka . Væri alveg til í að smakka þannig. Flott að skreyta með semalíu bandinu og litlum blómu og fiðrildum.

  9. Ég vil hafa mína stílhreina og því finnst mér kökur nr 2 og 6 flottastar. Finnst þessi perluáferð alveg geggjuð. Væri til í að hafa mína skreytta fiðrildum eða rósum. Svo finnst mér líka skipta máli að kakan sjálf sé virkilega góð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts