Skoða

Creme Brulee skyrkaka með hraunbitum og bingókúlusósu

Skyrkaka, skyrterta, creme-brulee, hraunbitar, bingokulur

Skyrkaka, skyrterta, creme-brulee, hraunbitar, bingokulurSkyr-og ostakökur hafa lengi verið í uppháldi hjá mér. Ég var orðin frekar gömul þegar ég smakkaði fyrst þannig kökur en ætli ég hafi ekki verið um 19 ára þegar samstarfskonur mínar í Landsbankanum í Grindavík komu mér á bragðið en það var hefð á föstudögum að gera vel við sig og oftar en ekki voru ostakökur á boðstólum.  Góðir tímar og góðar minningar.

Hugmyndin að þessari dásamlegu Creme Brulee skyrköku kviknaði þegar ég átti gott spjall við hana móðir mína og við vorum að rifja upp góðar uppskrift.  Hraunbitarnir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og nú þegar ég sá að dökkir hraunbitar voru komnir á markað var vert að prófa sig áfram. Ég tek það fram að ég elska dökkt súkkulaði.

IMG_9755

Dökkir hraunbitar stóðust væntingar mínar og vá, hvað þeir passa vel með skyrkökublöndunni.  Creme Brulee skyrið er silkimjúkt með örlitlum karamllelukeim svo það hentaði einnig vel. Bingókúlusósan toppar allt. Ég mæli svo sannarlega með þessari gómsætu og öðruvísi skyrköku.

IMG_9759

Skyrterta, ostaterta, skyrkaka, creme-brullee, hraunbitar, bingókulur

Toppurinn er síðan bingókúlusósan sem ég get engin vegin staðist. Skyrkaka, skyrterta, creme-brulee, hraunbitar, bingókúlur

Skyrkaka, skyrterta, creme-brulee, hraunbitar, bingokulur

Creme Brulee skyrterta með hraunbitum og bingókúlusósu

Skyrterta, skyrkaka,creme-brulee Creme brûlée

  • Prep Time: 10m
  • Cook Time: 30m
  • Total Time: 40m
  • Serves: 10
  • Yield: 1 skyrterta

Ingredients

Botn

  • 2 Kassar dökkir hraunbitar
  • 3 Dósir Creme Brulee skyr
  • 1/2 l rjómi - þeyttur

Bingókúlusósa

  • 1 poki bingókúlur
  • 1/2 dl rjómi

Instructions

Bingókúlusósa

  1. Bingókúlur og rjómi er brætt saman yfir vatnsbaði. Sósan er kæld áður en hún er sett yfir skyrkökuna.

Fylling:

  1. Rjóminn er þeyttur og skyrinu blandað varlega saman við.
  2. Hraunbitarnir eru muldir og settir í botninn á því móti sem á að nota.
  3. Skyrfyllingin er sett jöfn yfir hraunbitamulninginn
  4. Bingókúlusósunni er hellt yfir skyrkökuna og sósunni blandað saman við skyrblönduna með priki/pinna.
  5. Skyrkakan er skreytt með jarðarberjum og síðan kæld áður en hún er borin fram.
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts