Hér er ein yndislega einföld hugmynd fyrir Hrekkjavökuna en hún er einmitt á morgun 31. október.
Hér er ég búin að skreyta bollakökur eins og drauga. Set sykurpúða ofan á hverja köku. Nota Betty Crocker hvítt krem til að festa púðana. Hita síðan hluta af kreminu í örbylgjuofni, sprauta eða helli yfir púðana og skreyti með klipptum lakkrísreimum.
Hægt að nota hvaða bollakökudeig sem er fyrir þessa hugmynd. Ég notaði Djöflabollakökumix frá Betty Crocker, svo einfalt og fljótlegt.
Hvet þig til að prófa.
Prófaði að setja smákökudeigkúlu í miðjuna – kom vel út. Um að gera að prófa sig áfram.