Fótboltakökur eru alltaf vinsælar, þessi kemur svo vel út!
Súkkulaðikaka þakin sykurmassa með doppóttumunstri er kakan í hnotskurn en….
Kakan er bökuð í tvennu lagi, ein ofnskúffa af súkkulaðiköku bökuð og ein fótboltakaka. Ofnskúffan er síðan skorin aðeins til og fótboltanum komið fyrir þar sem skorið var.
Kakan er skreytt með hvítum sykurmassa sem búið er að setja perluduft yfir. Sykurmassinn er munstraður með munsturmottu. Doppóttmunstur kemur mjög vel út á fóboltakökum.
Funky style stafamót eru notuð til að búa til skrautlega stafi og boltarnir eru búnir til með sílikonmóti.
Leyfum myndunum að skýra ferlið betur:
Kakan er skorin í einu horninu og fótboltanum komið fyrir þar sem skorið var.
Algjör snilld þetta mót, eitt af þeim mótum sem ég hef notað mikið í gegnum árin. Hentar fyrir ýmis tilefni
Fyrst er hvítur sykurmassi settur yfir og síðan sá græni.
Svartur sykurmassi er skorinn út í fimmhyrning. Mér finnst þægilegast að nota tilbúinn svartan sykurmassa þar sem oft getur reynst erfitt að búa til svartan sykurmassa.
Gaman að leika sér með sykurmassastafi. Hér setti ég grænar perlumálningardoppur, kom svo vel út. Perlumálninging er þægileg í notkun þar sem hægt er að mála beint upp úr dósinni.
Svo gaman að leika sér að búa til sykurmassafígúrur. Fígúrumassinn er snilld þegar kemur að sérhæfðum verkefnum sem þessu.