-samstarf-
Brauðstangir eru fullkomnar á grillið og henta vel með hvers kyns mat. Það er mjög einfalt að búa til þessar ljúffengu pestó brauðstangir.
Uppskrift:
- 400 g tilbúið brauðdeig eða heimagert
- 1 krukka Sacla grænt pestó
- Sacla Olio hvítlauks olífuolía eftir smekk
- Parmasanostur eftir smekk
- 1/4 tsk salt
Aðferð:
- Byrjaðu á því að fletja út brauðdeig.
- Smyrðu grænu pestói ofan á og sáldraða parmasanosti ofan á.
- Brjóttu deigið saman og flettu aðeins út.
- Smyrðu deigið með hvítlauksolíu ofan á brauðið og sáldraða örlitlu salti yfir.
- Skerðu brauðið með pítsahníf í mjóar rendur.
- Snúðu upp á hverja lengju og leggðu á bökunarpappír.
- Smyrðu grænu pestói ofan á hverja lengju og sáldraðu parmasanosti yfir.
- Grillaðu brauðstangirnar við miðlungshita í um 12 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
Brauðdeig
- 300 ml volgt vatn
- 12 g þurrger
- 2 tsk sykur
- 2 msk olía
- 2 tsk salt
- 500 g hveiti
Aðferð:
- Settu þurrger og sykur í volgt vatn, hrærðu og leyfðu að standa í um 10 mínútur.
- Bættu olíu saman við ásamt salti og hrærðu í.
- Settu hveitið saman við og hnoðaðu vel í um 5 mínútur.
- Leyfðu deiginu að lyfta sér í um 40 mínútur.
Ég mæli með að þið kíkið á Insgram mömmur en þar er ég dugleg að sýna hvernig ég geri hinar ýmsar kræsingar.