Skoða

Hátíðar tobleroneís

Þessi uppskrift er margprófuð og þykir alltaf jafn góð

Uppskrift:

6 stk eggjarauður

6 msk sykur

100 g Toblerone brætt

7 dl rjómi

200 -250 g Toblerone, saxað

6 stk eggjahvítur
Aðferð:

Toblerone er brætt yfir vatnsbaði og kælt aðeins. Eggjarauður og sykur er þeytt vel saman og brædda Tobleroninu hellt saman við. Rjóminn er þeyttur og honum blandað saman við blönduna ásamt söxuðu Toblerone.  Stífþeytið eggjahvíturnar og blandað varlega saman við.

Blandan er sett í frostþolið mót og fryst í a.m.k. 5 klst.  Oft er smá sykur settur í botninn á mótin til að auðveldara sé að losa ísinn úr mótinu.

2 comments
  1. hæ eg hef gert þennan ís lengi að vísu ekki brætt súkkulaðið en hann verður alltaf svo harður að það er nánast ómögulegt að skera hann veistu einhverja lausn á því en hann er rosalega góður kv valborg

  2. Því hraðar sem hann frís því míkri verður hann. Þannig að ef að þú átt ísvél verður hann mjúkur. Ef ekki getur þú prufað að taka hann út á svona 2 tíma fresti, hræra hann og setja hann svo aftur í fristi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts