Skoða

Jólapopp

IMG_6824a

Það er gaman að breyta til og gera eitthvað sætt og skemmtilegt með börnunum.  Hér kemur skemmtileg hugmynd að jólapopppi með rauðri karamelluhúð.

Uppskrift:
1 skál popp (búið að poppa). Væri hægt að nota popp úr pokum.
300 g sykur
125 g glúkósi eða ljóst síróp (glúkósi fæst í Hagkaup)
2 msk smjör
¼ tsk cream of tartar (gerir blönduna kremaðri)
¼ tsk vanilludropar
1 tsk matarsódi
Rauður matarlitur (ca. 1/8 úr teskeið).

Aðferð:

Poppið poppkorn eða kaupið tilbúið í pokum. Setjið poppið í skál.
Bræðið smjörið á pönnu og bætið sykrinum, sírópi, cream of tartar saman við. Hækkið hitann á miðlungshita og bíðið eftir að blandan fari að sjóða. Hrærið stöðugt í á meðan.  Um leið og blandan sýður er matarlitnum bætt saman við. Látið sjóða í 5 mínútur. Fjarlægið pönnuna frá hitanum og bætið vanilludropum og matarsóda varlega saman við. Hrærið í og hellið blöndunni síðan yfir poppið. Hrærið varlega í. Blandan er sett í ofnskúffu og hituð í 1 klst við 90°hita. Hrærið í blöndinni á 15 mínútna fresti.

IMG_6812

IMG_6817

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts