Hugmyndin að þessari kisuköku kom upp þegar frænka mín sem er mikill dýravinur bað okkur um að gera köku fyrir afmælið sitt.
Það er alltaf spenanndi að móta dýr, við skoðuðum fullt af kisumyndum og lokaútkoman var þessi Pet shop köttur sem við sáum á afmælisdúk sem við áttum. Litunum var breytt og út koman var þessi sæta kisa. Frænkan sett eitt skilyrði, það varð að vera kattamatsdós hjá kisunni annars fengum við frjálsar hendur.
Hér eru nokkrar vörur sem við notuðum í þessa hugmynd:
Tilbúinn sykurmassi – hvítur- 1 kg
Fígúrmassi – fjólublár – svartur – sægrænn og bleikur
Perlurnar kringum hálsinn eru gerðar með perluborða sílikonmóti
Stafirnir eru mótaðir með funky style stafamótum
Fiðrildin á bakkanum eru mótu með fiðrilda sílikonmótum
Finnst alltaf svo gaman að gera fígúrkökur, þó þær taki aðeins lengri tímar en þessar hefðbundnu. Hérna erum við búnar að baka nokkra hringlaga botna, setja smjörkrem á milli og setja saman. Kakan er síðan skorin út með góðum hnífi þar til að mótað hefur verið fyrir augu og munn. Oft lítur kakan allt öðruvísi út heldur en lokaútkoman. Við skemmtum okkur konunglega yfir þessari þar sem hún leit alls ekki út fyrir að vera kisa.
Massinn er flattur út á sílikonmottu og síðan settur yfir kökuna, eyrun og augun eru gerð eftir á.
Augabrúnir, augu og eyru er skorið út með þessum yndislega sykurmassahnífi, get helst ekki án hans verið.
Virðulegur köttur – eða líkist þetta eitthvað allt öðru?
Er orðinn mikill aðdáandi þessa yndislega fígúrumassa – klikkar ekki þegar maður vill að massinn sé aðeins harður í lokaútkomunni.
Kattamatsdósin góða…