Það er alltaf vinælt að hafa liðsköku í afmælisveislunni, á tvo fóboltastráka sem vita fátt flottara en að fá köku sem þessa.
Kökur sem eru í laginu eins og bolur eru frekar einfaldar í skurði og skreytingum.
Ofnskúffustærð af köku er bökuð og síðan er hún skorin út eins og bolur. Til að búa til bolalagið er formið teiknað á bökunarpappír og pappírinn síðan klipptur út.
Þegar búið er að skera kökuna er hún smurð með smjörkremi og síðan þakin með rauðum sykurmassa.
Til að fá munstrið er munsturmotta lögð yfir kökuna og þrýst létt á.
Kakan er síðan skreytt með stöfum, merki og svörtum renning.
Áhöld og hráefni sem eru notuð:
Sykurmassi
Rauður matarlitur
Gulur matarlitur
Svartur sykurmassi
Munsturmotta
Fíngerður skeri
Fínt að byrja á því að búa til sykurmassa. Haribo sykurpúðarnir klikka ekki!
Ekki það auðveldasta að ná þessum lit en, það heppnast nú alltaf með Squires Kitchen matarlitnum. Hægt að nálgast hann í Hagkaup og vefverslun mömmur.is
Allt tilbúið til að setja massann yfir.
Merkið var það sem tók mestan tíma. Það getur stundum verið ansi snúið að gera smáatriðin.
Í merkið var notaður litaður sykurmassi og matartússpenni til að gera svörtu línurnar.