Skoða

Mömmu piparkökur með vanillukremi

-Færslan er kostuð af kexsmiðjunni Frón-

-Færslan er unnin í samstarfi við Kexsmiðjuna Frón-

Dásamlegar mömmukökur með dúnmjúku vanillukremi.

Ofboðslega fallegar en kreminu er sprautað með frönskum sprautustút. Þá kemur þetta fallega lag á kremið. Kökurnar eru bakaðar með tilbúnu piparkökudeigi frá Frón og tekur aðeins 8 mínútur að baka kökur úr því.

Uppskrift:

  • Piparkökudeig frá frá Frón
  • Krem:
  • 185 g smjör
  • 410 g flórsykur
  • 2 msk rjómi
  • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

  • Piparkökudeigið er flatt út og skorið í jafna hringi. Gott að nota hringjamót eða glas.
  • Bakið við 180 gráður í 8 mínútur
  • Kremið er búið til á meðan kökurnar bakast.
  • Setjið allt saman í skál og hrærið vel.
  • Sprautið á kökurnar með frönskum sprautustút (ATECO867)
Related Posts