Þessi terta slær öllu við og best er hún þegar henni er leyft að bíða í fyrsti yfir nótt.
Þessa verður þú að prófa.
Uppskrift:
Botn:
2 pakkar kósý hjúpaðar súkkulaðikökur með karamellubragði (kex frá Frón)
100 g smjör
Fylling:
1 dós (250 g) Mascarpone rjómaostur
1 stór dós vanilluskyr frá Ms
2,5 dl rjómi
100 g Síriús rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
Ofan á:
150 gr Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
7 msk rjómi
Skraut:
Karamellukurl og brytjað súkkulaði
Aðferð:
- Kexkökurnar eru muldar í matvinnsluvél, smjörið brætt og þetta blandað saman. Kexblandan er sett í botninn á eldföstu móti.
- Rjómaostur og skyr þeytt saman.
- Rjóminn þeyttur og blandaður varlega saman við rjómaostablönduna.
- 100 g rjómasúkkulaðið brytjað gróft og blandað saman við blönduna.
- Rjómaostablandan er sett yfir kexbotninn og tertan kæld í frysti í ca. 30-40 mínútur áður en súkkulaðihjúpurinn er settur yfir.
- Á meðan tertan kólnar í frysti er súkkulaðið brætt og rjóma blandað saman við. Hrært vel saman og síðan hellt eða smurt yfir kökuna.
- Kakan er skreytt með karamellukurli og grófbrytjuðu súkkulaði.
- Hægt að frysta kökuna.
Prófa þetta.