Ilmurinn af nýbökuðum snúðum er lokkandi og freistast maður oftar en ekki til að næla sér í nokkra. Það er gaman að breyta til og setja snúðana saman í eldfast mót og hella glassúrnum síðan yfir snúðana. Dásamlega gott og ekki verra að drekka ískalda mjólk með.
Mjög gott að hita mjólk og smjör saman, blanda síðan þurrgeri, sykri og salti saman við.
Algjör snilld að láta hrærivélina sjá um hnoðunina.
Fínt að nýta tímann vel og gerra fyllinguna með deigið er að hefast.
Silikon bökunarmotta hentar vel til að fletja deigið út og rúlla.
Deigið er skorið í hæfilega þykka rúllur. Rúllunum er síðan raðað í smurt eldfast mót. Passa að hafa pláss á milli því snúðarnir stækka mikið.