Uppskrift:
320 gr hveiti
1 pk þurrger
1/2 tsk salt
2 msk sykur
1 tsk kardimommudropar
1 dl mjólk
150 gr smjör
1 stk egg
Aðferð:Þurrefnin sett í skál. Smjörið brætt, mjólkin hituð þar til hún verður ylvolg. Þetta sett út í þurrefnin ásamt eggi og kardimommudropum. Hnoðað vel saman og látið lyfta sér í 30 – 40 mín. Fyllingin gerð klár. Deigið rúllað út í lengjur og fyllingin sett í miðjuna og marsipanið raspað síðan jafnt yfir fyllinguna. Deigið lagt saman yfir fyllinguna. Lengjan sett á bökunarpappír á plötu og er þá sárið látið snúa niður. Ekki hafa lengjuna of stóra heldur gera tvær til þrjár lengjur. Penslið lengjurnar með mjólk. Lengjurnar látnar hefast í 30 – 40 mín og bakaðar við 180°C í 10 til 12 mín. Skreytt með bræddu súkkulaði eða súkkulaði raspað yfir lengjurnar heitar.
Fylling:
Odense marsipan
Vanillu/súkkulaði fylling:
1 stk egg
2 msk sykur
1 msk hveiti
1 1/2 tsk vanillusykur
1/4 dl mjólk
100 gr ljóst Odense súkkulaði
Aðferð: Egg, sykur, hveiti og vanillusykur þeytt vel saman. Mjólkin hituð og súkkulaðið látið bráðna í mjólkinni. Mjólkurblandan sett saman við eggjahræruna og hrært vel saman. Þetta sett aftur í pott og hitað smá stund og hrært stöðugt í. Kælt áður en þetta fer á milli í lengjuna.