Skoða

Súkkulaðikaka bökuð á 5 mínútum

Það þarf ekki að vera flókið að skella í eina súkklaðiköku – sérstaklega þegar maður á örbylgjuofn.

Það tekur aðeins 5 mínútur að baka þessa gómsætu súkkulaðiköku. Hún henta því einstaklega vel þegar tíminn er naumur. Mæli með að þið prófið þessa – Veit að ég á eftir að koma samstarfsfélgögum mínum á óvart með henni.

IMG_6811

Uppskrift:

140 g hveiti

175 g sykur

3 msk kakó

3 tsk lyftiduft

2 egg

100 ml olía

100 ml heitt vatn

1 1/2 tsk vanilludropar

Kökuskraut að vild

Aðferð:

Öll hráefnin sett í skál og hrært vel saman með pískara. Deigið sett í smurt mót (ca. 24-26 cm) , sem þolir örbylgjuofn. Stillið örbylgjuofninn á 800 wött og bakið kökuna í 5 mínútur.  Að þessum tíma liðnum er gott að stinga með prjóni í miðjuna á kökunni til að athuga hvort hún sé tilbúin.  Kælið og setjið kremið ofaná.

Krem:

100 g dökkt súkkulaði

5 msk rjómi

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Blandið rjómanum saman við og hrærið vel saman.

IMG_6726

Klár eftir 7 mínútur í örbylgjuofninu – keypti þetta frábæra bökunarform – pappaform í Krónunni – algjör snilld og þægilegt að nota í önnur form.  Formin henta fyrir örbylgjuofna

IMG_6748

IMG_6756

IMG_6782

IMG_6784

Notaði sérstakan munsturspaða til að búa til munstrið á kreminu – vel hægt að gera þetta með gaffli og fá svipað munstur.

IMG_6809

Kökuskraut komið ofan á fæst í Allt í köku, Ármúla.

IMG_6826

 

 

 

 

 

 

4 comments
  1. Ég myndi bara kíkja á kökuna eftir 7 mínútur og sjá til. Bæta þá 1 mínútu við og kíkja aftur þar til ekkert deig kemur á prjóninn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts