Það er óhætt að segja að sjávarstemning fylgi hinum vingjarnlega Svampi Sveinssyni. Hann hefur heillað marga með skemmtilegum uppátækjum og góðmennsku. Undirbúðu þig fyrir ævintýri hafsins og haltu upp á blauta afmælisveislu.
Svampur Sveinsson kaka er einföld í framkvæmd. Ofnskúffustærð af súkkulaðiköku er notuð sem grunnur. Kakan er skorin til á hliðunum líkt og svampur. Smjörkrem er sett á milli og utan um kökuna. Gulur sykuramssi er flattur út og settur yfir kökuna. Buxurnar eru búnar til úr brúnum sykurmassa. Kakan er skreytt líkt og myndirnar sýna.
Búið þið bara til hendurnar og fæturna úr sykurmassanum?
Það er rétt, þetta er búið til með sykurmassa.
Hvernig er það samt… hvað gerið þið margar uppskriftir af sykurmassa í þessa köku, gerið þið bara jafn marga og litirnir eru?