Elska að prófa eitthvað nýtt. Þegar ég var að gera jólapakkana tilbúna langaði mig til að skreyta pakkana á skemmtilegan máta.
Fékk snilldar hugmynd að nota gum paste, sílikonmót, matartússpenna og perlumálningu sem ég er nýbúin að fá. Heppnaðist líka svona rosalega vel.
Veit vel að jólin eru búin en má vel yfirfæra þessa hugmynd yfir á aðrar gjafir.