Sykurmassanámskeið

Nú eru námskeiðin að hefjast að nýju eftir smá hlé. Námskeiðin eru tilvalin fyrir þá sem eru að undirbúa fermingarveisluna sem og alla þá sem hafa áhuga á að læra eitthvað nýtt. 

Næstu námskeið verða haldin í Grundaskóla Akranesi og verða sem hér segir:

Sykurmassanámskeið:

Við hjá mömmur.is bjóðum upp á fróðlegt og skemmtilegt sykurmassanámskeið þar sem kennd er grunntæknin við sykurmassagerð og skreytingar.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu áhöld sem notuð eru, sýnt hvernig sykurmassinn er búinn til úr sykurpúðum og hvernig best er að setja hann yfir köku og skreyta.

Námskeiðið stendur yfir í  ca. 3,5- 4  klst

Næstu námskeið eru haldin:

Fimmtudaginn 2. febrúar frá kl. 18:00-21:00

Sunnudaginn 5. febrúar frá kl. 10:00-13:00

Sunnudaginn 12. febrúar frá kl. 10:00-13:00

Verð 7900 kr

Bollakökunámskeið:

Skemmtilegt og fræðandi námskeið þar sem þú lærir að skreyta bollakökur með smjörkremi og sykurmassa.

Farið er yfir grunnatriði í bollakökugerð og skreytingum.

Námskeiðsgestir hafa aðgang að fjölbreyttu úrvali áhalda og hráefna til að skreyta bollakökur.

Hver og einn fær að skreyta 6 bollakökur og taka með sér heim.

Námskeiðið er 2,5 klst

Námskeiðsgjald 6900 krónur

Næsta námskeið: Fimmtudaginn 6. febrúar frá kl. 18:00-20:00

Kökupinnanámskeið: Lærir tækinina við að gera kökupinna. Hver og einn gerir sína kökupinna skreytir þá og tekur með sér heim.

Næsta námskeið:

Miðvikudaginn 8. febrúar frá kl. 18:00-20:30

Verð 6900 kr

Við bjóðum upp á:

 • Kökupinnanámskeið en það er nýjasta æðið í kökubransanum

 • Byrjendanámskeið í sykurmassagerð

 • Sýnikennslu í sykurmassagerð

 • Skreytingarnámskeið

 •   Kynningar  fyrir hópa, saumaklúbba og fyrirtæki

Hafið samband við okkur gegnum netfangið: mommur@mommur.is og við finnum þá dagsetningu sem hentar hópnum.

62 comments
 1. Halló ég heiti Emma Kamilla Finnbogad.
  Ég er 12 ára og ég fékk miða frá ykkur, þegar bæjarhátíðin var í Mosfellsbæ. Þetta virðist mjös spennandi námskeið vegna þess að ég og amma mín elskum að baka. Ég var að lesa miðann sem ég fékk kem neflilega ekki neinstaðanr augað á hvað það kostar að fara á þetta námskeið hjá ykkur og klukkan hvað það er.

  Með kæri bökunarkveðju
  Emma Kamilla

 2. Það verður sýnikennsla og fróðleikur um áhöld og annað sem tengist sykurmassa. Seinni hluti námskeiðsins fá þátttakendur að gera gera sykurmassa 4 saman í hóp. Hver og einn skreytir síðan sína köku og tekur með heim.

 3. hæhæ ég hef voðalega miklan áhuga á að koma til ykkar á námskeið:D

 4. Góðan dag. Mig langar að spurjast fyrir um svona námskeið hvort hægt væri að fá ykkur út á land til að halda námskeið. Hvað við þyrfturm að vera margar og hvað það mundi kosta á mann. Erum nokkrar sem vorum saman í mömmuhittingum í fæðingarorlofi og höfðum samastað í Húsi frítímans á Sauðárkróki og búum sem sagt þar. Þar er salur sem hægt væri sennilega að vera í.
  Takk fyrir flotta síðu.

 5. Sælar mömmur, hvernig er það.. Hafið/verðið þið með einhver námskeið í sykurmassa á Akureyri? Bý fyrir norðan en hefði mikinn áhuga á að læra svona…

 6. Sæl, Við höfum því miður ekki verið með námskeið á Akureyri. Það sem hefur stoppað okkur er kostnaðurinn við ferðina. Hver veit nema við skellum okkur norður einn daginn!

 7. verðið þið með námskeið í að búa til fígúrur, eða framhaldnámskeið fyrir þá sem kunna undirstöðuna

 8. Hæ verðið þið með dagatöl aftur?
  og ef svo hvað kostar 1 st.
  kv

 9. hæhæh hvenar eru næstu námskeið hjá ykkur?Er nokkuð námskeið sem eru nálagt rvk ef svo er hvenar

 10. Við bjóðum allan ársins hring upp á námskeið fyrir fyrirtæki og hópa, best í kringum 10- 15 manns. Við erum að skoða að setja á námskeið núna í maí. Við erum ekki búnar að festa dagsetninguna. Endilega fylgjast með eða hafa samband á netfangið: mommur@mommru.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts