Skoða

Undirfatakökupinnar

Sætir og seiðandi kökupinnar.  Það var ekkert smá gaman að gera þessa kökupinna en þeir eru einfaldari í framkvæmd en þig grunar.

Hægt að nota hvaða kökudeig sem þér þykir best og það krem sem hentar í blönduna, búnar til kúlur og þær geymdar í kæli meðan súkkulaðið er gert tilbúið. Kökupinnarnir fást hér

Í þessa hugmynd notaði ég svampkökubotn og sítrónukrem en það er búið til úr venjulegu smjörkremi og sítrónubragðdufti bætt saman við.  Hvítt Nóa síríus súkkulaði var notað en það finnst mér best á bragðið fyrir kökupinna.  Bleiku matardufti eða matarlit sem má nota í súkkulaði var bætt saman við súkkulaðið þegar það var bráðnað.  Set súkkulaðið í glerskál ásamt smá klípu af palmínfeiti en þannig fæ ég fallegan gljáa á súkkulaðið.

Nærfötin eru búin til úr sykurmassa sem mótuð eru með nærfata sílikonmótum.  Hugmyndina má yfirfæra á venjulega köku, bollaköku eða smáköku. Kemur rosalega vel út. Gamanið hefst þegar lita á nærfataskrautið en ég notaði perluduft til þess.

Festa þarf skrautið um áður en súkkulaðið nær að kólna.  Ef þú vilt poppa meira upp á kökupinnana þá er hægt að sáldra fallegu kökuskrauti á súkkulaðið.

Nánari leiðbeiningar hér:

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts