
Það var ekki laust við að rekast á fallegar kökur á ferðalagi okkar í kökuskreytingarheiminum. Hér fyrir ofan má sjá búðarglugga Squires Kitchenbúðarinnar.
Páskarnir í nánd og því ekki laust við kökur með smá páskaífvafi!

Ótrúlega skotin í þessum breiða sykurmassaborða…

Vá, fallegt að hafa munstur á kökum og þessi er einstaklega hlutlaus en samt svo ótrúlega falleg. Rósirnar æði ofan á kökunni.

Þessi er ekta skírnarkaka, svo einföld en samt svo dúlluleg með þessum fallegu fígúrum.

Þessi fékk mikið áhorf enda mjög sérstök kaka þarna á ferðinni. Spurning hvernig maður borðar þessa. Kannski bara skraut??










Þetta gæti nú hæglega verið fermingarterta eða falleg brúðarterta.

Hér má sjá litadýrð Squires Kitchen varanna

Airbrushtækni










