Skírn er yndislegt tilefni til að baka fallega skírnarköku.
Fátt skemmtilegra en að geta borið fram köku sem maður hefur sjálfur átt átt í að gera.
Kakan þarf ekki að vera flókin til að líta vel út, rétt litasamsetning og einföld hönnun hittir alltaf í mark.
þessi kaka er bökuð í dropalaga bökunarmóti, mót sem ég persónulega finnst dásamlegt því það er svo auðvelt að losa kökuna úr því.
Paisley munsturmotta er notuð til að gera munstur á sykurmassann. Ef þú treystir þér ekki í að gera sykurmassann sjálf er hægt að kaupa hann tilbúinn.
Kakan er skreytt með sykurmassa sem er mótaður með fiðrildasílikonmótum, ef þú hefur ekki prófað þannig mót er það eitthvað sem er góð viðbót við sykurmassaskreytingarkunnáttu þína. Órúlegt hvað er hægt að gera með þessum mótum.Barnið og perluborðinn í kringum kökuna er einnig búið til með sílikonmóti.
Ég notaði einnig sólblómaþrýstimót til að búa til blómin en mótin eru til í nokkrum stærðum.
Til að fá hátíðlegan blæ yfir kökuna er perluspreyi spreyja yfir kökuna.
Elska gljáan sem kemur á kökuna þegar perlusprey er notað!
Æðislegt að láta sykurmassaskreytinguna harðna á eggjabakkaplatta en þannig er auðveldlega hægt að móta blómin og fiðrildin.
þessi hugmynd er mjög flott og ég hugsaði strax til ykkar og þetta gætuð þið haft í huga að næstu skírnarveislu……. 🙂 http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=4yl7D_eByf8
Sælar, takk fyrir hugmyndina. Vatsmelónan er æði!!