Það er hægt að gera skemmtilega eftirrétti með Brownie. Hér er búið að baka brownie í litlu bollakökubökunarmóti, setja söru dumlekrem á milli og hjúpa með hríssúkkulaði. Algjört lostæti.
Ég hvet ykkur til að prófa þessa uppskrift og bjóða upp á í næsta boði.
Uppskrift:
1 pakki Betty Crocker brownie kökumix
1 stk egg
40 ml ISO4 olía
75 ml vatn
Krem:
4 msk síróp
3 eggjarauður
200 g smjör , linað við stofuhita
10 stk Dumle karamellur
1 dl rjómi
50 gr Nói Síríus rjómasúkkulaði
Hjúpur:
300 g rjómasúkkulaði með hrís
Aðferð:
- Egg, olía og vatn er blandað saman við browniemixið. Hrært vel í ca. 3 mínútur.
- Deigið er sett í smurt bollakökumót fyrir litlar bollakökur. Ca. 1 tsk sett í hverja “skál”.
- Bakað við 160° C hita (yfir og undir hita) í ca. 20 mínútur.
- Litlu bollakökubrowniekökurnar eru settar á grind og leyft að kólna áður en kremið er sett ofan á.
- Dumlekremið er búið til með því að bræða dumlekaramellur yfir vatnsbaði ásamt rjómanum. Tekið af hellunni og súkkulaðið hrært saman við. Kælt smá stund.
- Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman í hrærivél.
- Sírópinu hrært saman við eggjarauðurnar og hrært vel saman.
- Smjörið sett saman við eggjahræruna og þeytt þar til það er létt og ljóst.
- Dumleblöndunni hrært varlega saman við eggja- og smjörhræruna og þeytt í smá stund.
- Kremið er sett á browniekökurnar og kælt. Líka gott að setja í frysti smá stund.
- Hríssúkkulaðið er þá brætt og hjúpað yfir kremið á kökunni. Kemur vel út að skreyta með jarðarberjabita.
- Brownie sörurnar eru geymdar í kæli.