Hér er á ferðinni mjög einföld hönnun á köku. Raðið nokkrum litum af kassalaga sykurmassa og útkoman verður þessi fallega terta.
Toblerone rjómaterta er notuð í grunninn
Sykurmassi: Hvítur (1), blár (1/4), Svartur (1/4).
Fylling er sett á milli tveggja svamptertubotna, hvítur sykurmassi settur (3/4) yfir. Kakan er síðan skreytt með ferningum sem eru mismunandi á litinn.
Uppskrift:
Toblerone svamptertubotn ca. ofnskúffa
5 egg
220 g Dan Sukker sykur
200 g Kornax hveiti
100 g kartöflumjöl
1 1/2 tsk lyftiduft
150 g Tobleorne, smátt brytjað
Þeytið egg og sykur vel saman og bætið þurrefnum og Toblerone varlega saman við. Hellið deiginu í ofnskúffu og bakið í 175 g heitum ofni í 18 – 20 mínútur.
Fylling:
2 stórar dósir niðursoðnar perur
1 l rjómi, þeyttur
150 g Toblerone, smátt brytjað
10-15 stk makkarónukökur, muldar
1 l rjómi
2 pk jarðarberjahlaupduft t.d. Jello (fæst í Hagkaupum)
Aðferð:
Brytjið perur og dreifið þeim yfir neðri botninn, bleytið aðeins í botninum með u.þ.b. 8-9 msk. af safanum. Blandið þeyttum rjóima, Toblerone og makkarónukökum saman og smyrjið yfir perurnar. Léttþeytið 1 l af rjóma og blandið jarðarberjahlaupdufti saman við., hrærið þar til rjóiminn þykknar en gætið þess að þeyta ekki of mikið. Smyrjið jarðarberjarjómanum ofan á Toblerone-rjómann og leggið svamptertubotn ofan á.
Skraut:
Rúmlega 1/4 l þeyttur rjómi
Tvöföld uppskrift af sykurmassa (2 pkar Haribo sykurpúðar, 2 pk flórsykur og 5 msk vatn )
Þeyttur rjóma smurt yfir kökuna, sykurmassinn flattur út og settur yfir. Kkan er skreytt með ferningum í mismunandi litum mæli með matalitum frá Squires Kitchen svartur og blár. Stafamót eru notuð til að búa til stafina.
Styttan er hönnuð af Hrefnu Aradóttur
Langar svolítið til að vita hvernig þessi bleiki rjómi er gerður. er jellowið notað í hann?