Súkkulaðikaka er bökuð í eldfastri skál eða bolta bökunarmóti. Kakan skorin í tvennt, sjá mynd. Hola gerð í botninn og mulningurinn geymdur. Bananar skornir í sneiðar og settir í holuna á neðri botninum, þeyttur rjómi settur ofan á bananana og efri botninn síðan lagður yfir. Þunnt lag af rjóma er aftur sett yfir og hann síðan þakinn með súkkulaðikökumulningnum.