Skoða

Úrslit í kökukeppni Mömmur.is

Það voru glaðir kökuskreytingaráhugamenn sem mættu með kökuna sína í Akraneshöll 2.júlí síðastliðinn.  Við hjá mömmur.is stóðum fyrir kökuskreytingarkeppni í samstarfi við Írska daga á Akranesi.  Þema keppninnar var Akranes og þurfu keppendur að skreyta kökuna sína samkvæmt því.  Keppendur áttu einnig að skreyta kökuna sína með sykurmassa.

Keppt var í tveimur flokkum: Fullorðins og barnaflokki.

Þegar kökurnar voru dæmdar voru ákveðnir þættir metnir, s.s. útlit, vandvirkni, tækni, frumleiki og margir þættir innan þessa eiginleika.

Dómarastörfin voru ekki auðveld en kökurnar voru allar fallegar á sinn hátt og hver með sitt sérkenni, engin kaka var eins þrátt fyrir sama þema.

 

Dómnefnd: Hjördís Dögg, Guðríður Haraldsdóttir og Petrún Berglind Sveindóttir

Úrslit í keppninni voru þessi:

Fullorðins:


1. sæti: Anna Lísa Jóhannesdóttir: Kakan hennar þótti einstaklega vönduð, frumleg og hugað að öllum smáatriðum.

2. sæti: Sigrún Jóna G Eydal: Skemmtileg útfærsla á köku, litrík með einstaklega vönduðum fígúrum.

 

3. sæti: Sveindís Ýr Sveinsdóttir: Falleg kaka sem var skemmtilega útfærð.

Tekið skal fram að því miður komst Sveindís ekki og var því staðgengill á staðnum.

Barnaflokkur:


1. sæti: Linda María Rögnvaldsdóttir: Falleg kaka sem var einstaklega vönduð í öllum frágangi. Skemmtileg hugmynd fyrir þemað.

2. sæti: Katarína Stefánsdótti. Kakan var vel út pæld og skemmtilega útfærð.

3. sæti: Hanna Margrét Gísladóttir: Falleg og snyrtileg kaka.

Fleiri flottar kökur

 

Rannveig með köku systur sinnar sem komst því miður ekki.

 

2 comments
  1. Þetta var rosalega gaman. Ég þakka kærlega fyrir mig og vona að þetta verði að árlegum viðburði 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts