Uppskrift fyrir ca. 40 sörur
Botn:
3 stk eggjahvítur
1 tsk cream of tartar
200 g flórsykur
90 g kornflex – fínmulið
100 g lakkrískurl frá Góu
Bingókúlukrem:
3 stilk eggjarauður
1 dl rjómi
1 poki bingókúlur frá Góu
100 g suðusúkkulaði frá Lindu
3-4 msk síróp
200 g smjör við stofuhita
Súkkulaðihjúpur:
200 g rjómasúkkulaði frá Lindu
100 g suðusúkkulaði frá Lindu
Aðferð:
- Þeyttu eggahvítur og blandaðu cream of tartar saman við. Þeyttu vel saman.
- Blandaðu flórsykri saman við, smátt og smátt. Stífþeytið blönduna.
- Blandaðu fínmuldu kornflexi og lakkrískurli saman við. Hrærðu varlega saman við.
- Settu ½ – 1 tsk af deiginu á bökunarplötu þakta smjörpappír. Gott að slétta aðeins ofan á hvern topp.
- Bakaðu við 150° C hita (blástur) í um 12-15 mínútur.
- Gerðu kremið klárt með því að hita rjóma, bingókúlur og suðusúkkulaði í potti. Hitið þar til allt hefur bráðnað. Leyfið að kólna meðan önnur hráefni eru gerð klár.
- Þeytið eggjarauður vel og hellið sírópinu í nokkrum bunum saman við.
- Bættu linuðu smjöri saman við, þeyttu og helltu bingókúlublöndunni saman við.
- Þeyttu kremið vel og geymdu það síðan í smá stund í kælinum.
- Settu kremið í spautupoka með rúnuðum stút. Sprautaðu doppu undir hvern topp (sléttu megin)
- Kældu í frysti í 30 mínútur – 1 klukkustund.
- Bræddu súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfðu síðan hverjum toppi ofan í brædda súkkulaðið. Gott að nota djúpt, ílangt ílát til að dýfa í.
- Njótið með heitu appelsínusúkkulaði.