Skoða

BingókúluSörur

Mér finnst jólaundirbúningurinn alltaf jafn heillandi. Þegar fyrstu smákökurnar eru komnar í ofinn þá er ég komin í jólagírinn og ekki aftur snúið.
Ég er mjög hrifin af bökunarvörunum frá Sælgætisgerðinni Góu og hef lengi prófað mig áfram með þær þar sem mér finnst þær gefa bakstrinum nýtt líf. Þegar mér datt í hug að prófa að bræða Bingókúlur og Lindu suðusúkkulaði í Sörukremið þá hreinlega varð ég að prófa.
Í hefðbundinni söruuppskrift er möndlur fínmuldar og blandað saman við. Ég ákvað að skipta út möndlumölinu og setja Kornflex í staðinn ásamt lakkrískurli. Það er vel hægt að nota Lakkrískurl með súkkulaði lakkrískurl með pipar.
Það kemur vel út að setja ca. 1/2 – 1 tsk af sörublöndunni/deiginu.
Kremið er þeytt vel og bingókúlublandan er hellt saman við í nokkrum bunum.
Bingókúlurnar gefa mjög gott bragð og kremið verður silkimjúkt
Bingókúlukremið er gert klárt og sett í sprautupoka með rúnuðum stút.
Dásamlegar á bragðið þessar sörur

Uppskrift fyrir ca. 40 sörur 

Botn: 

3 stk eggjahvítur

1 tsk cream of tartar

200 g flórsykur 

90 g kornflex – fínmulið 

100 g lakkrískurl frá Góu

Bingókúlukrem:

3 stilk eggjarauður

1 dl rjómi 

1 poki bingókúlur frá Góu

100 g suðusúkkulaði frá Lindu 

3-4 msk síróp

200 g smjör við stofuhita

Súkkulaðihjúpur:

200 g rjómasúkkulaði frá Lindu 

100 g suðusúkkulaði frá Lindu

Aðferð: 

  1. Þeyttu eggahvítur og blandaðu cream of tartar saman við. Þeyttu vel saman. 
  2. Blandaðu  flórsykri saman við, smátt og smátt. Stífþeytið blönduna.  
  3. Blandaðu fínmuldu kornflexi og lakkrískurli saman við. Hrærðu varlega saman við.  
  4. Settu ½ – 1 tsk af deiginu á bökunarplötu þakta smjörpappír. Gott að slétta aðeins ofan á hvern topp.  
  5. Bakaðu við 150° C hita (blástur) í um 12-15 mínútur. 
  6. Gerðu kremið klárt með því að hita rjóma, bingókúlur og suðusúkkulaði í potti.  Hitið þar til allt hefur bráðnað. Leyfið að kólna meðan önnur hráefni eru gerð klár. 
  7. Þeytið eggjarauður vel og hellið sírópinu í nokkrum bunum saman við.  
  8. Bættu linuðu smjöri saman við, þeyttu og helltu bingókúlublöndunni saman við. 
  9. Þeyttu kremið vel og geymdu það síðan í smá stund í kælinum.  
  10. Settu kremið í spautupoka með rúnuðum stút. Sprautaðu doppu undir hvern topp (sléttu megin) 
  11. Kældu í frysti í 30 mínútur – 1 klukkustund.  
  12. Bræddu súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfðu síðan hverjum toppi ofan í brædda súkkulaðið. Gott að nota djúpt, ílangt ílát til að dýfa í. 
  13. Njótið með heitu appelsínusúkkulaði.  
BIngokulusorur
Það er dásamlegt að gæða sér á Bingókúlusörum og heitu appelsínusúkkulaði um aðventuna.
Related Posts