Skoða

Bleik kransakaka

Bleikur er uppáhaldsliturinn minn en hann er einmitt áberandi í þessari hugmynd. Mér finnst alltaf gaman að breyta útaf vananum og prófa eitthvað nýtt.

Í þessari hugmynd er brotið útaf vananum með því að breyta um munstur á hinu hefðbundna “kransakökubylgjum” þess í stað er kóngabráðinni sprautað eins og doppur.  Einnig er liturinn frábrugðin því sem við eigum að venjast.  Bleikt sprey var notað til að fá fallegan bleikan perlublæ, einnig hægt að nota perlumálningu sem er sett í airbrushtæki til að fá svipað útlit.

Kakan er skreytt með sykurmassafiðrildum og krossum sem gerð eru með sílikonmótum. Skrautið er málað með perlumálningu en þegar maður hefur prófað þannig málningu, getur maður ekki hætt. Dásemd ein!!

Fígúran er gerð með tilbúnum sykurmassa, hendur, fætur og búkur mótaður í höndum, andlitið mótað með sílikonmóti. Fötin eru lituð með perlumálningu. Augun eru lituð með matartússpenna.

Ballerínustyttan er í raun sykurmassaskeri sem fólk hefur mikið keypt sem styttur þar sem þær koma vel út á kökunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts