Skoða

Bóndadagsbollakökur

Það þarf ekki að vera flókið að gleðja bóndann á bóndadaginn.  Þessar brjósta bollakökur eru fljótgerðar og hrikalega flottar þegar þær eru settar saman á disk.  Nú er bara að skella sér í svuntuna og hefjast handa.  Í vefverslun.mommur.is má finna fullt af fallegum og góðum bollakökum.

Heimsins bestu bollakökur
Uppskrift:
1 1/2 bolli  púðursykur
1/2 bolli  sykur
2 egg
125 g brætt smjör
2 1/2 bolli Kornax hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1 dós jarðarberjajógúrt (einnig hægt að nota karmellujógúrt og jarðarberja til helminga)
200 g súkkulaðibitar eða smarties.

Aðferð:
Púðursykur, sykur og egg þeytt vel saman. Bræddu smjöri blandað saman við. Restin af hráefninu sett saman við. Hrærið vel með pískara. Bakað í 25-30 mín við 170°

4 comments
  1. Flottar þessar með bleikum sykurmassa fyrir bleika daginn og í október, mánuð brjóstakrabbameinsins. 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts