Skoða

Ein hættulega góð

Langaði að prófa eitthvað nýtt og varð þessi girnilega og góða súkkulaðikaka fyrir valinu.

Ef þið hafið smakkað franska súkkulaðiköku þá er þessi ekkert ósvipuð. Það sem gerir hana öðruvísi er karamellusósan á milli.

Nammi, namm, svo góð!

Uppskrift fyrir ca. 28 cm köku

300 g dökkt súkkulaði

300 g smjör má líka vera ósaltað

85 ml vatn

4 egg

330 g Dan sukker sykur

175 g hveiti

2 tsk lyftiduft

50 g kakó

Á milli:

Karamellukrem

200 g Súrmjólk

60 g Síróp

75 g smjör

Öllu komið fyrir í potti og blandan hituð yfir vatnsbað þar til smjörið er búið að bráðna.

Ofan á (súkkulaði Ganache)

200 g súkkulaði

200 ml rjómi

Rjóminn hitaður að suðu, þá tekinn af hellunni og súkkulaðinu blandanð saman við. Hrært stöðugt þar til súkkulaðið hefur bráðnað.

Aðferð:

Súkkulaði og smjör  er brætt yfir vatnsbaði. Hært stöðugt í þar til allt er bráðið. Tekið af hitanum og vatnið sett saman við, hrært og sett til hliðar. Súkkulaðiblandan er síðan kæld meðan sykurinn og eggin eru  þeytt saman. Þeytt þar til blandan er létt og ljós. Súkkuklaðiblöndunni er bætt varlega saman við. Hveiti, kakói og lyftidufti er blandað saman í skál og síðan sett saman við súkkulaðiblönduna, hrært varlega saman. Deigið er sett í smurt springform og er kakan bökuð í ca. 45-55 mínútur við 160 ° C hita (blástur).

Karamellukreminu er hellt yfir heita kökuna og kakan bökuð í 5 mínútur til viðbótar.

Þegar kakan hefur kólnað er súkkulaði Ganache-inu hellt yfir kökuna. Kakan er látin standa í ca. 1 klst áður en hún er borin fram.

6 comments
  1. Hvernig er geyma þessa í frysti og borða síðar????? Einhver reynsla af því?

    þakkir

  2. Ef ætlunin er að frysta hana er líklega best að láta hana standa aðeins við stofuhita. Mér fannst hún mjög góð daginn eftir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts