Ef þér finnst gaman að gera hollustubita, væri ekki snilld að prófa þessa uppskrift.
Hér er grunnuppskrift af hollustubitum sem koma vel út:
Ca. 12 bitar
1 bolli haframjöl
1/2 bolli rúsínur
1/2 bolli Döðlur (mýkja upp í köldu vatni ef þú ætlar að nota matvinnsluvél)
1/4 tsk kanill
Skraut (þarf ekki):
70% súkkulaði frá Nóa Síríus
Kókósmjöl
Aðferð:
Öllu blandað saman og síðan sett í matvinnsluvél. Athuga að ekki allar matvinnsluvélar þola álagið sem myndast þegar döðlurnar koma með. Blandan er síðan sett í mótin.
Þessi skemmtilegu mót fást í versluninni Allt í köku –
Það góða við þessa uppskrift er að það er hægt að bæta ýmsu hráefni útí sem hentar hverjum og einum.
Mér finnst t.d. gott að blanda kókósmjöli og apríkósum saman við.