Karmellusúkkulaðikaka með ís
Uppskrift:
250 g Dansukker-sykur
1 dl vatn
250 g karmellufyllt súkkulaði
4 msk. Kornax-hveiti
250 g smjör
4 stk eggjarauður
4 stk eggjahvítur
Aðferð:
Sykur og vatn soðið saman þar til það hefur þykknað örlítið. Kælt smástund. Karmellusúkkulaði og smjör sett út í, hrært vel í þar til allt er bráðið. Þá er hveiti sett út í. Eggjarauðum bætt út í, einni og einni, og hrært vel á milli. Að lokum er stífþeytt eggjahvítan hrærð varlega saman við með sleif. Látið í form sem er klætt með bökunarpappír. Bakað við 175°C í 35-40 mín. Borið fram með rjóma eða ís og ávöxtum.
Blandaðir ávextir eru settir í glas, karamellusúkkulaðikakan skorin í litla hringi sem passa ofan í glasið og þeir settir ofan á blönduðu ávextina. Ís er síðan settur í glasið og karamelluíssósa þar yfir.
Í hvernig form á þessi kaka að vera í?? Takk annars fyrir frábæra síðu 🙂