Eitt það fallegasta sem ég veit eru lítil börn. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá okkur mömmunum en hún var gerð fyrir góða vinkonu okkar.
Við ákváðum strax að kakan ætti að vera falleg, fáguð og mjög einföld í skreytingum.
Kakan sem var svamptertubotn í þetta skiptið er bökuð í sérstöku koddalagamóti. Hægt að velja um þrjár stærðir en við völdum stærsta mótið þar sem kakan var ætluð fyrir um 30 manns, hin mótin eru minni og hægt að nota t.d. til að setja ofan á þessa köku eða hafa til hliðar.
Þegar kaka er gerð með svampbotni og rjómafyllingu þarf að huga vel að geymslu kökunnar. Best er að gera kökuna kvöldið fyrir veisluna og geyma hana síðan í kæli yfir nóttina. Kakan er tekin út rétt áður en hún er borin fram.
Svamptertubotn: 1 í hvern botn
6 stk egg
260 gr sykur
100 gr hveiti
100 gr kartöflumjöl
1 1/2 tsk. lyftiduft
Aðferð:
Stífþeytið egg og sykur og blandið sigtuðu hveiti saman við. Lyftidufti bætt saman við. Bakið við 175° c í miðjum ofni í 18 – 20 mínútur. Koddamótið er fyllt 2/3 og járn sett í miðjuna til að kakan bakist jafn og þétt. Kökudeig er sett í járnið.
Fylling (Ein sú besta sem ég fæ)
3/4 l rjómi með muldum makkarónum (ca. 20 tsk) (magnið fer eftir stærð kökunnar)
Jarðarberjarjómi:
1 l þeyttur rjómi
2 pk jarðarberja jello
Að auki er 1/2 l þeyttur rjómi settur yfir jarðaberjarjómann
Aðferð:
Safi úr blönduðum ávöxtum er settur á neðri botninn, jarðarberjasultu smurt yfir og blönduðu ávöxtunum dreift yfir botninn. Þeyttum rjóma er smurt yfir og muldum makkarónum dreift yfir rjómann. Jarðarberjarjómanum er smurt yfir í lokinn. Þeyttum rjóma er smurt yfir jarðaberjarjómann síðan er efri botninn smurður með jarðarberjasultu og botninn síðan settur yfir. Rjóma er smurt yfir kökuna til að massinn festist betur.
Skref fyrir skref:
1. Hvítur sykurmassi er búinn til en til að hylja þessa köku þurfti 2 uppskriftir af massa.
2. Massinn er síðan flattur út á blómamunsturmottu en mér finnst hún einmitt koma svo vel út við fín tækifæri eins og skírn. Það þarf að passa að hann sé nógu þykkur en þannig er auðveldara að setja hann á kökuna. Massinn er spreyjaður með perluspreyi en þannig fæst falleg og mjög fáguð áferð.
3. Lítið barn er búið til með sérstöku sílikonbarnamóti, nauðsynlegt að sáldra flórsykri í mótið til að það losni betur þegar það er tilbúið. Ég set mótið í frysti í smá tíma til að það losni auðveldega úr. Ég notaði chestnut prófessional matarlit til að lita sykurmassann sem fór í að gera barnið. Til að herða massann þá sett ég tyloseduft í hann. þarf ekki miki í lítinn bút (venjulega er miðað við 2-3 tsk í 500 gr)
4. Blómamunstrið undir barninu er búið til með design laufblaðasílikonmóti en það kemur skemmtilega út sem blóm. 8 laufblöð voru notuð til að mynda blómið. Laufblöðin eru síðan spreyjuð með bleiku satínspreyi
5. Ofan á blómamunstrið er sett sykurmassablóm sem er búið til með sólblómaformi, tvö blóm sett saman.
6. Barnið málað/litað með matartússlit eða málningarlitum. Gerð lína hjá augum, munni, hári og í skorum. Ofan á hárið á barnið er settur blómahattur en hann er búinn til úr blómi úr þessu sílikonmóti hér: Bleija eða nærbuxur eru búnar til úr litlum sykurmassabút og sett yfir rassinn. Vængirnir á bakinu á barninu eru búnir til með fiðrildamóti. Vængirnir eru síðan spreyjaðir með satínspreyi.
7. Kakan er að lokum skreytt með nafni barnsins en stafirnir eru gerðir með Funky style stafamótum, skrauskriftarstafir koma einnig vel út á fínum tertum. Fiðrildin eru gerð með sömu mótum og vængirnir á barninu. Sykurperlur eru festar hér og þar á kökuna með sykurmassalími.
Jeddúdamía, það held ég að Lovísa hafi verið ánægð!
Þið eruð snillingar,
– man eftir ykkur þegar ég finn manninn, gifti mig, eignast barnabörn og það allt ;o)
Kær kökukveðja,
Steinunn
Vá þetta er ein fallegasta skírnarterta sem ég hef séð :O Mig langar svo að hafa svona köku í skírninni hjá dóttir minni.
Ef einhver vill bjóða sig fram og gera svona köku fyrir mig þá væri það æðislegt . 😀
Vá þið eruð snillingar, rosalega flott ;D
vá Hjördís mín þetta er yndisleg kaka:) þið eruð snillingar
Falleg kaka hjá ykkur. Sé að ég verð að fara að bæta í kökugerðarlagerinn minn svona formum og blómamottunni:)
vá geeðveik kaka! er ekki hægt að fá ykkur til að gera skírnarköku gegn gjaldi 😉
ein sú fallegasta terta sem ég hef séð:)
Læk á Sigrúnu! Ég væri til í að kaupa svona köku… er ekki sú besta þegar kemur að bakstri :S
Það væri svo gaman að geta gert kökur fyrir ykkur allar 🙂 Því miður erum við ekki að baka fyrir aðra. Síðan okkar er hugsuð sem hugmyndavefur.
Á maður að setja smjörkrem á kökuna áður en maður setur sykurmassann á?
Setjið þið jarðaberjaduftið beint út í rjóman áður en þið þeytið eða eftir á? Er nefnilega að fara að gera þessa köku núna fyrir morgundaginn og er að velta þessu fyrir mér eða hvort þið jafnvel blandið jelloduftið eitthvað fyrst og setjið svo út í rjómann:-)? Vantar betri útskýringar á þessu :-).
Við setjum jarðarberjaduftið í rjómann þegar búið er að þeyta hann. Duftið er sett eins og það kemur fyrir beint út í rjómann.
Takk fyrir ábendingarnar.
kv. Hjördís
Takk fyrir frábæra siðu!
Ég er að velta f.mér hvað er átt við þegar talað er um að setja járn í kökuna svo hún bakist jafnt. Kv.kolbrun