Skoða

Landsleikur – Fótboltapartý

IMG_3385

Áfram Ísland

Við hjá mömmur.is erum komnar í mikið stuð fyrir landsleikinn.  Er ekki málið að skella í eitthvað fljótlegt og hafa það huggulegt meðan á leiknum stendur.

Hér fyri rneðan koman nokkrar hugmyndir sem hægt er að gera með stuttum fyrirvara.  Með því að smella á myndirnar er hægt að fá nánari upplýsingar um hvernig veitingarnar eru gerðar.

DSC_0464-270x400

 

Grænmetisdýfingur

Grænmeti skorið niður í ræmur, dýft í vogaídýfu – bara geggjað.  Hér má sjá nánari leiðbeinignar.

DSC_0096

Tortillakaka

Uppskrift:

1 pakki orginal tortilla kökur (6 í pakka)

Fylling:
1 stór appelsínugul paprika
1 stór rauð paprika
1 stór gul paprika
10 cm blað laukur
1/2 stk rauðlaukur (lítill)
1 1/2 gúrka (miðjan tekin úr)
1 dós blaðlauks ídýfa
1 dós sýrður rjómi 18 %
1 1/2 dós salsasósa, mild
1 poki mozzarella ostur
1/2 poki dorítos

Aðferð: 
Grænmetið saxað smátt og blandað saman í skál. Sýrður rjómi og blaðlaukur blandaður saman.
Samsetning:
Tortillakaka, salsaósu smurð yfir kökuna, blaðlauksblandan sett yfir, grænmeti og rifinn ostur. Þetta er endurtekið þar til síðasta kakan er sett á. Þar er sett afgang af blaðlausblöndunni og Doritos ofan á.

DSC_0243

 

Sweet Chilli ídýfa

Uppskrift

1 dós af sýrðum rjóma og sweet chilli sósa er eina sem þarf. Borði fram með Doritosi.

IMG_0998

Tortillakramarhús

Uppskrift:

Skinka, paprika og púrrulaukur er skorið í litla bita. Rjómaosti blandað saman við.

Fyllingin smurð á tortillakökur og hver tortillakakan er skorin í fjóra hluta. Að lokum eru allir bútarnir rúllaðir upp.

IMG_0989

Brauðteningar

Fyrsta lag: Smyrja brauðið með majonesi, sætu sinnepi (mælum með Bergbys).

Annað lag: Majones smurt undir (fer ofan á fyrsta lag). Skinkumyrja og rautt pestó er smurt ofan á. Skinka sett þar ofan á, síðan ostur og kál. Gott að setja sinnep á milli.

Þriðja lag: Skinkumyrja er smurð undir. Ofan á er majónes smurt á og skinka sett ofan á. Alltaf gott að setja smá sinnep (það gefur svo gott bragð).

Fjórða lag: Majónesi er smurt undir brauðið. Ofan á er smá olívuolía smurt á.

 

 

 

hug12

Uppskrift:

Steiktir kjúklingabitar í strimlum

Barbeque hunangssósa

Rauð paprika

3 tómatar, taka kjarnan úr

Gúrka

Klettasalat (keypt blandað í pokum)

Icebergsalat eða lambahagssalat

3 msk olía frá dós af Fetaosti með sólþurkuðum tómötum

Doritos

Ristaðar furuhnetur

Salthnetur (má sleppa)

Aðferð:

Kjúklingastrimlarnir steiktir. Barbequesósunni blandað saman við og hituð með. Salatið gert klárt. Klettasalatið sett í skál, tómatar og gúrka skorið í fallega bita. Furuhneturnar ristaðar á pönnu og síðan  settar saman við. Fetaostaolíunni blandað saman við og að lokum Doritosflögum sáldra gróft yfir.

 

 

 

Related Posts