Skoða

Döflakaka með pekanhnetukaramellu

IMG_8390

Ég verð að viðurkenna að ég er algjör sælkeri, elska kökur og þessi er þægilegilega góð, kemur á óvart hvað hún er auðveld í framkvæmd.  Pekanhnetukaramellan kemur sérstaklega vel út með Betty Crocker djöflakökubotnunum.  Nammi, namm.

Uppskrift:

Pekanhnetukaramella

60 g smjör

65 ml rjómi

220 g púðursykur

75 g pekanhnetur, brytjaðar smátt

Kökubotnar

Betty Crocker djöflakökublanda

3 stk egg

90 ml olía

250 ml vatn

2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Smjör, púðursykur og rjómi brætt saman á pönnu við lágan hita. Þegar smjörið er alveg bráðnaður er  brytjuðum pekanhnetum sáldrað yfir.  Hellið blöndunni í tvö smurð 22 cm mót.

Döflakökublandan sett í skál ásamt, eggjum, olíu og vanilludropum.  Hrært í deiginu í  ca. 3 mínútur.  Þegar allt er orðið vel samlagað þá er deiginu hellt í formin með  pekanhnetukaramellunni.  Bakað við 160 gráður í ca. 35 – 40 mínútur.

Fylling:

1/2 líter rjómi

35 g flórsykur

1/2 tsk vanillusykur

Aðferð:

Rjóminn þeyttur, flórsykrinum og vanillusykrinum blandað saman við.

Rjómablandan er smurt á milli og ofan á kökubotnanna.  Kakan er skreytt með pekanhnetum eða nóa kroppi

 

IMG_8141

IMG_8144-1

IMG_8149-1

IMG_8162-1

Pekanhnetukaramellunni hellt í bökunarmótin.

IMG_8181

Djöflakökublöndunni hellt yfir pekanhnetublönduna.

IMG_8191

IMG_8349

IMG_8354

IMG_8412

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts