Skoða

Marssúkkulaðikaka

IMG_9247

Gómsæt Marssúkkulaðikaka klikkar ekki og ég skal segja ykkur að þessi er algjör draumur. Silkimjúk með mildu smjörkremi á milli og marssúkkulaðisósu yfir.

Uppskrift:

80 g púðursykur

270 g sykur

180 g smjör

4 stk egg

2 tsk vanilludropar

1 1/2 tsk matarsódi

3/4 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

300 g hveiti

40 g kakó

180 ml mjólk

100 g sýrður rjómi

1-2 marsstykki – brytjuð niður (má sleppa)

Marskrem:

200 g smjör – linað

350 g flórsykur

4 msk kakó

2 tsk marssúkkulaði – brædd (ásamt 2 msk rjóma og 1 msk smjör)

2 msk síróp

2 tsk vanilludropar

Marsganache:

2 stk mars

1 msk smjör

5 msk rjómi

Aðferð:

  1. Smjöri, púðursykri og sykri er þeytt saman. Eggjunum blandað saman við, eitt og eitt í einu og hrært á milli.
  2. Vanilludropunum er blandað saman við.
  3. Hveiti, lyftiduft, matarsódi, salt og kakó er sett saman í skál og blandað saman við ásamt mjólk og sýrðum rjóma.
  4. Deigið er hrært varlega saman og marsbitunum blandað saman við í restina.
  5. Deigið er sett í 2 smurð bökunarmót ca. 23 cm. Kakan er bökuð í 30-35 mínútur við 160°C hita (blástur)/ 180°C (yfir og undirhita) þar til kakan er bökuð í gegn.

Krem:

  1. Marssúkkulaði er brytjað í litla búta, sett í pott ásamt smjöri og rjóma. Hitað yfir vatnsbaði þar til allt er bráðnað. Leyft að kólna í smá stund.
  2. Smjör, flórsykur, kakó, vanilludropar og síróp er sett í hrærivélaskál og þeytt vel saman. Í lokinn er brædda marsið blandað saman við.
  3. Kremið er sett á milli kökubotnanna þegar þeir hafa kólnað og utan um kökuna.
  4. Marsganache er hellt yfir kökuna og hún að lokum skreytt með marsbitum og jarðarberjum.

IMG_6087 IMG_6128 IMG_6136

IMG_6726

Related Posts