Skoða

Mexikóréttur

Uppskrift:

1 1/2 samlokubrauð

1 stk mexikóostur

1/2 stk hvítlauksostur

1/2 líter matreiðslurjómi

20 stk sveppir

1/2 pakki skinka

2 msk smjör

1 tsk eða 1 teningur grænmetiskraftur.

Ostur til að sáldra yfir réttinn.

Aðferð:

Skerið samlokubrauð í litla teninga og setjið í eldfastmót.

Sveppir og skinka skorin í litla bita og steikt upp úr smjöri.

Matreiðslurjómi settur í pott, osturinn skorinn í litla bita og bætt út í ásamt grænmetiskraftinum.

Blandan hituð þar til allt hefur leyst upp. Skinkunni og sveppunum bætt saman við.

Blöndunni er síðan  hellt yfir brauðteningana. Osti sáldrað yfir.

Hitað í ofni í 30-40 mínútur við 170°hita.

2 comments
  1. Mjög góður réttur búin að nota hann oft.

  2. Hæ – ofnrétturinn lofar góðu fyrir barnaafmælið. En er þessi skammtur fyrir eitt mót eða jafnvel fjögur…?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts