Skoða

Pepsíkaka sem slær í gegn

IMG_6879

Ég hefði ekki trúað því fyrr en ég smakkaði kökuna hversu ljúffeng hún er í raun.

Byrjaði á einum bita og áður en ég vissi af var ég búin með nokkrar. Alltof gott að gæða sér á svona dásemd með ískaldri mjólk nú eða köldu pepsí.

 

Uppskrift: 
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
350 g sykur
250 g smjör
75 g sykurpúðar
30 g kakó
160 ml Pepsi
2 stk egg
100 ml súrmjólk
2 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Hveiti, lyftiduft og sykur blandað saman  í skál og sett til hliðar.
  2. Smjör og sykurpúðar brætt saman við vægan hita. Þá er kakói bætt út í sykurpúðabræðinginn og þar á eftir pepsíið.
  3. Egg, súrmjólk og vanilludropar hrærðir vel saman í hrærivél.
  4. Þá er þurrefnunum bætt saman við eggjablönduna ásamt smjörblöndunni.
  5. Bakað við 175°C i 35 mín.Kakan kæld smá áður en kremið er sett yfir.

Pepsikrem:

85 g smjör
2 msk kakó
40 ml Pepsi
300 g flórsykur
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Smjör brætt í potti, kakó og Pepsi bætt út í og hrært vel saman. Að lokum er flórsykur ásamt vanilludropum sett saman við. Sett yfir kökuna og skreytt að vild með t.d. kókosmjöli, karmellukúlum,

IMG_6911

IMG_6892

Related Posts