Það er hægt að gera ýmislegt úr skálaréttum. Hér má sjá skemmtilega hugmynd í prinsessuafmælið.
Marengsbotn er mulinn niður í skál. Rjóminn ásamt ávöxtunum er settur ofan á og marengsbotn eða mulningur þar ofan á. Litaður rjómi er settur efst til að búa til vatnið í tjörnini. Fingrakex eru sett meðfram skálinni til að móta bakkann. Það er hægt að setja glimmerduft á bláa rjómann til að gera hann ævintýralegri.