Skoða

Spes Nóa kroppari

Það er alltaf gaman að prófa sig áfram með uppskriftir.  Hér  er ein sem er byggð á hinni vinsælu Rice Krispies köku sem slegið hefur í gegn í gegnum árin. Hægt að fara hinar ýmsu leiðir til að búa til góðan botn og góðar fyllingar.

Spes Nóa Kroppari

Uppskrift

1 svampbotn (hægt að kaupa tilbúinn út í búð)

Nóa Kroppblandan:

200 g súkkulaði
220 g síróp
60 g smjör
120 g special K mulið samt ekki of smátt

150 til 200 g Nóa Kropp til að setja yfir blönduna
Aðferð:
Súkkulaði, síróp og smjör brætt við vægan hita í potti. Kælt. Nóa Kropp sett yfir. Þetta er kælt í ísskáp eða smá stund í frysti áður en botninn er settur yfir kökuna. má líka nota sér og setja rjóma yfir. Betra að klæða botninn á forminu með bökunarpappír og nota form sem auðvelt er að losa botninn úr. T.d. smelluform eða lausbotna form.
Á milli:

3 dl rjómi

1 til 2 epli

2 msk pinnapple toppings (fæst í Hagkaup) og auka til að smyrja yfir svampbotninn áður en fyllingin fer yfir. Einnig hægt að nota ananasbita í staðinn, bleyta þá neðri botninn með safanum.

Skef fyrir skref:

Fyrst er Special K blöndunni komið fyrir í forminu, síðan er Nóa kroppi þjappað yfir.

Botninn er kældur í frysti eða kæli.

Botninn smurður með Ananas topping (fæst t.d. í Hagkaup)  Einnig hægt að nota sultu eða ananassafa. Botninn síðan settur yfir.  Gott að leyfa neðri botninum að blotna aðeins.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts