Kóngulóamaðurinn er hetja sem margur drengurinn dáir. Einfaldleikinn var látinn ráða för og sykurmassanum sleppt.
Skerið kökuna og setjið smjörkrem yfir hana. Ef andlitið á að vera upphleypt þarf að hafa tvo botna og setja smjörkrem á milli. Andlitið er skreytt líkt og kóngulóavefur með svörtum túpulit. Það gæti hentað vel að gera svarta kóngabráð go skreyta kóngulóavefinn með skreytingarpennanum. Augun eru búin til úr sykurmassa.
Þetta er einföld og skemmtilega kaka:) Búin að gera 2 svona kökur í sitthvort afmælið fyrir sonin. Líklegast verður hún gerð aftur í næstu viku þar sem pilturinn á afmæli og er að biðja um þessa köku aftur;) Slær í gegn á mínu heimili:D
Hvernig geriru rauða litinn, verður alltaf svo bleikur hjá mér?
Rauður er erfiður litur og þarf oft eina dós af matarlit í eina uppskrift af sykurmassa eða smjörkrem