Skoða

Strumpafjör

Stumparnir eru alltaf vinsælir og því tilvalið að gera strumpaköku.

Þessi kaka er gerð úr einni ofnskúffu af súkkulaðiköku og tveimur hringlagakökum.  Uppskriftina af súkkulaðikökunni sem við notum má sjá hér:

Smjökrem var notað til að smyrja á milli kökubotnanna og utan um þá.

Skref fyrir skref

Þegar ég geri fígúrukökur þá byrja ég yfirleitt á því að teikna upp þá mynd sem mig langar að skera út og gera á smjörpappír. Kakan er síðan skorin út eftir mótinu.

Til að fá meiri fyllingu er oft gott að hækka kökuna með meiri köku t.d. hringlaga  kökubotni.  Smjörkrem er sett á milli.

Til að sykurmassinn festist vel er smjörkrem sett utan um allan kökuna. Það skiptir miklu máli að hafa kremið mjög slétt því þannig lítur sykurmassinn vel út þegar búið er að setja hann yfir kökuna.

Blár sykurmassi sem vel á minnst er búinn til með matarlit sem heitir gentian  (æðislegur professional matarlitur) er settur yfir kökuna til að þekja hana alveg.

Hvítur sykurmassi er skorinn til með sykurmassaskera og settur yfir höfuðið á Strumpinum.

Augun og augabrúnirnar eru skornar til og settar á andlitið.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts