Skoða

Diego skreytingar

Það er rosalega gaman að halda regnskógar afmæli. Maður ímyndar sér hvernig er að lifa í frumskóginum og vinnur út frá því.

Það var ekki erfitt að finna skreytingar sem passa vel við dýravininn Diego.

Litir sem hentar í þetta þema er grænt, appelsínugult og blátt. Skreytingarnar voru því hafðar í þessum litum.

Afmælið var haldið inni í bílskúr og því þurfti að fela hillur á veggjum.

Reynt var að skapa regnskógar andrúmsloft fyrir gestina.

Þegar gestirnir komu inn í rýmið heyrðu þeir regnskógarhljóð. Hægt að finna þannig hljóð á:

http://www.youtube.com/watch?v=43yvlrNl3Xc&feature=related

Grænt og appelsínugult tjull var notað til að hylja hillur. Bergfléttur voru notaðar sem gróður. Ýmsar myndir sem tengdust Diego voru prentaðar út og plastaðar.

Gestirnir fengu ekki að koma strax inn í bílskúrinn heldur biðu þeir í herbergi afmælisbarnsins. Þar fengu þeir að vita að eitthvað skrítið hafði gerst í húsinu um nóttina. Það fóru síðan allir í leiðangur um húsið í leit að einhverju óvenjulegu. Leiðangurinn endaði í bílskúrnum þar sem regnskógartónlistin tók á móti spenntum gestunum.

Það var í raun ótrúlegt hvað regnskógartónlistin hafði róandi áhrif á veislugesti því annað eins hljóð hefur ekki heyrst í afmælum fjölskyldunnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts