Skoða

Fótbolta/fimleikaterta

Stelpuleg fótbolta og fimleikaterta. Það er hægt að útfæra tertur á ýmsan hátt. Hér er tertunni skipt í tvo helminga til að koma fyrir báðum áhugamálum fermingarbarnsins.

Tvær ofnskúffustærðir af súkkulaðiköku eru settar saman, skornar í tvennt og smurðar með smjörkremi. Lína er mótuð í kökuna með sykurmassaskera til að átta sig á því hvar skiptingin á að vera. Grænn sykurmassi (1/2) er flattur út og skorinn til. Massinn er síðan lagður á kökuna. Það saman er gert við bleika sykurmassann (1/2) en það þarf að passa að munstrið sem búið er til í massann passi við græna massann. Fótbolti er bakaður í eldfastri skál, skorinn í tvo hluta og smjörkrem sett á milli og utan um. Hvítur sykurmassi (1/2) er settur utan um kökuna og kakan síðan skreytt með bleiku munstri. Munstrið er pikkað með pikkaranum. Kakan er síðan lögð á hina kökuna. Gras er skorið út með ljósgrænum massa og sett í kringum ferköntuðu kökuna og boltann. Skreytið með blómum, fiðrildum og fimleikadóti.

Skref fyrir skref:

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts